Tölfræðiúrvinnsla
Populus býður upp á tölfræðilegar lausnir fyrir vísindamenn í öllum greinum, með sérstakri áherslu á heilbrigðisvísindi. Reynsla af ýmis konar rannsóknum, meðal annars klínískum rannsóknum sem stórum spurningalistum eins og Áfallasögu kvenna. Góð þekking á úrvinnslu úr ýmsum kvörðum svo sem fyrir þunglyndi, kvíða, PTSD og áföll.
Eftirfarandi þjónusta er í boði:
- Undirbúningur gagna: Hreinsun, gerð nýrra afleiddra breyta og undirbúningur gagna fyrir greiningu.
- Lýsandi tölfræði: Dæmigerðar lýsingar á gögnum, svo sem meðaltöl, staðalfrávik, tíðni og hlutföll. Boðið er upp á yfirlitstöflur (t.d. Table 1) og fjölbreyttar grafískar framsetningar, meðal annars línurit, súlurit og flæðirit til þess að lýsa fjölda í rannsókn.
- Margþætt aðhvarfsgreining: Greining á flóknum tengslum milli breyta, þar með talin líkindahlutföll (OR) og algengi hlutfall (PR).
- Lifunargreining: Lifunargreining er notuð til að greina tíma þar til tiltekin atburður á sér stað, t.d. bati eða andlát
- Tölfræðipróf: Fjölbreytt tölfræðipróf eru í boði, svo sem ANOVA og Pearson’s chi-squared test, til að meta marktækan mun og tengsl.
- Vöntun gagna: "Multiple imputation" notuð til að fylla inn í fyrir gögn sem vantar.
- Túlkun niðurstaðna: Aðstoð við að túlka niðurstöður tölfræðigreininga og setja þær í samhengi við rannsóknarspurningar.
- Sérsniðnar lausnir: Lausnir aðlagaðar að þínu verkefni.
- Afhending niðurstaðna: Niðurstöður eru afhentar sem PDF, HTML og/eða Word skjöl.
Tölfræðiráðgjöf
Ráðgjöf er í boði fyrir þá sem eru að vinna að tölfræðiúrvinnslu og þurfa aðstoð við tölfræði, R-forritun, eða yfirlestur á kóða. Hentar bæði vísindafólki og nemendum í framhaldsnámi. Einnig er í boði yfirlestur á aðferðafræðiköflum sem og að bregðast við tölfræðilegri ritrýni.
R forritun
Boðið er upp á að skrifa og yfirfara R-kóða.
Kennsla
Boðið er upp á einstaklingsmiðaða kennslu á sviði tölfræði og R-forritunar.
Um Populus
Anna hefur mikla reynslu á sviði tölfræðiúrvinnslu. Hún er með B.Sc og M.Paed í stærðfræði og M.Sc í líftölfræði. Hún er vön að vinna með stór gagnasöfn sem og spurningalista og hefur komið að úrvinnslu og greinaskrifum, m.a. innan heilbrigðisvísindanna. Hún er hefur verið meðhöfundur að nokkrum greinum og unnið að tölfræðivinnslu fyrir fleiri greinar.
Meðal vinnustaða hennar eru Miðstöð i lýðheilsuvísindum, þar sem hún kynntist mjög vel gögnum Áfallasögu kvenna, Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofnunnar, þar sem hún veitti ráðgjöf í ýmsum rannsóknum, Þjóðskrá Íslands, þar sem hún vann með fasteignagögn og Íslenskri Erfðagreining, þar sem hún vann með erfðagögn. Hún hefur líka mikla reynslu af kennslu, en hún var stærðfræðikennari við Flensborgarskóla í mörg ár.
Hafa samband
anna@populus.is