Tölfræðiúrvinnsla

Populus býður upp á tölfræðilegar lausnir fyrir vísindamenn í öllum greinum, með sérstakri áherslu á heilbrigðisvísindi. Reynsla af ýmis konar rannsóknum, meðal annars klínískum rannsóknum sem stórum spurningalistum eins og Áfallasögu kvenna. Góð þekking á úrvinnslu úr ýmsum kvörðum svo sem fyrir þunglyndi, kvíða, PTSD og áföll. 

Eftirfarandi þjónusta er í boði:

Tölfræðiráðgjöf

Ráðgjöf er í boði fyrir þá sem eru að vinna að tölfræðiúrvinnslu og þurfa aðstoð við tölfræði, R-forritun, eða yfirlestur á kóða. Hentar bæði vísindafólki og nemendum í framhaldsnámi. Einnig er í boði yfirlestur á aðferðafræðiköflum sem og að bregðast við tölfræðilegri ritrýni.

R forritun

Boðið er upp á að skrifa og yfirfara R-kóða.

Kennsla

Boðið er upp á einstaklingsmiðaða kennslu á sviði tölfræði og R-forritunar.

Um Populus

Anna hefur mikla reynslu á sviði tölfræðiúrvinnslu. Hún er með B.Sc og M.Paed í stærðfræði og M.Sc í líftölfræði. Hún er vön að vinna með stór gagnasöfn sem og spurningalista og hefur komið að úrvinnslu og greinaskrifum, m.a. innan heilbrigðisvísindanna. Hún er hefur verið meðhöfundur að nokkrum greinum og unnið að tölfræðivinnslu fyrir fleiri greinar.

Meðal vinnustaða hennar eru Miðstöð i lýðheilsuvísindum, þar sem hún kynntist mjög vel gögnum Áfallasögu kvenna, Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofnunnar, þar sem hún veitti ráðgjöf í ýmsum rannsóknum, Þjóðskrá Íslands, þar sem hún vann með fasteignagögn og Íslenskri Erfðagreining, þar sem hún vann með erfðagögn. Hún hefur líka mikla reynslu af kennslu, en hún var stærðfræðikennari við Flensborgarskóla í mörg ár.

Hafa samband

anna@populus.is